Fréttir

100

Allt frá skólabyrjun hafa nemendur 1. bekkja verið að telja þá daga sem þeir eru í skólanum. Í tengslum við talninguna er unnið á áhugaverðan hátt með tölur og tugi. Föstudaginn 25. janúar náðu nemendur 1. bekkja svo þeim merka áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin hundraðdagahátíð.

100 Read More »

Innleiðing Aðalnámskrár 2011

Allt frá byrjun skólaársins 2012-2013 hafa kennarar í Vallaskóla verið að fást við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og hafa þeir fylgt tímasettri verkefnisáætlun. Sérstakur stýrihópur fylgir verkefninu eftir og nú fyrir stuttu var stofnuð námskrárnefnd sem halda á utan um birtingarmynd nýrrar Skólanámskrár Vallaskóla, og þá ekki síst fagreinahluta skrárinnar.

Innleiðing Aðalnámskrár 2011 Read More »