Vorönn hafin
Það fylgir annaskilunum og foreldradegi í febrúar að kíkja á Handverkssýningu Vallaskóla og fá sér köku og kakó.
Það fylgir annaskilunum og foreldradegi í febrúar að kíkja á Handverkssýningu Vallaskóla og fá sér köku og kakó.
FJÁRÖFLUN vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á FORELDRADEGINUM miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi. Ilmandi skúffukökur og rjúkandi kakó á boðstólum ásamt SELFOSS – bolum á gjafverði. – Ferðanefnd foreldra.
Langar þig í vöfflu með rjóma? Read More »
Starfskynningar í 10. bekk fara fram 13. og 14. mars. 15. mars skila nemendur svo af sér skýrslu um starfskynningarnar.
Starfskynningar í 10. bekk Read More »
Öskudagur var haldinn hátíðilegur í Vallaskóla og á Bifröst – skólavistun. Margir nemendur og starfsmenn skólans komu í búningum eða í öðru dulargervi. Nemendur á yngsta stigi voru þó duglegust allra enda komu flest þeirra í búningum.
Furðuföt og lífsgleði Read More »
NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum.
Miðvikudaginn 13. febrúar næstkomandi stendur félagsmiðstöðin Zelsiuz fyrir öskudagsskemmtun fyrir börn í 1. – 7. bekk.
Öskudagsveisla í féló Read More »
Þá er tveimur hressilegum þemadögum lokið. Að venju var margt skemmtilegt í boði og nemendur voru almennt ánægðir með þessa tvo daga sem uppbrotið varði.
Nú geta áhangendur eldri veffrétta Vallaskóla glaðst. Veffréttir frá árinu 2006 eru nú til reiðu undir ,,Fréttabréf“ hér að neðan til hægri.
Allt frá skólabyrjun hafa nemendur 1. bekkja verið að telja þá daga sem þeir eru í skólanum. Í tengslum við talninguna er unnið á áhugaverðan hátt með tölur og tugi. Föstudaginn 25. janúar náðu nemendur 1. bekkja svo þeim merka áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin hundraðdagahátíð.