Fréttir

Innleiðing Aðalnámskrár 2011

Allt frá byrjun skólaársins 2012-2013 hafa kennarar í Vallaskóla verið að fást við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og hafa þeir fylgt tímasettri verkefnisáætlun. Sérstakur stýrihópur fylgir verkefninu eftir og nú fyrir stuttu var stofnuð námskrárnefnd sem halda á utan um birtingarmynd nýrrar Skólanámskrár Vallaskóla, og þá ekki síst fagreinahluta skrárinnar.

Innleiðing Aðalnámskrár 2011 Read More »

FSu og ML – kynning á framhaldsskólum í nærumhverfi Vallaskóla

Næstkomandi þriðjudag, 22. janúar, verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni, í Sunnulækjarskóla. Kynningin verður í kl. 18:00 í Fjallasal og er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors skóla fyrir sig.

FSu og ML – kynning á framhaldsskólum í nærumhverfi Vallaskóla Read More »

Unglingar og kynlíf

Dagana 14. og 15. janúar nk. mun hún Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í skólann fyrir nemendur á unglingastigi í Vallaskóla. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans, Austurrýminu á Sólvöllum, þriðjudaginn 15. janúar kl. 18:00 – 19:30. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Unglingar og kynlíf Read More »

Nýtt ár hafið

Skólastarfið er hafið á ný eftir gott jólafrí, og flestir örugglega ánægðir að byrja á hinu fasta dagsskipulagi – kannski pínu þreyttir. En sól hækkar á lofti og áður en við vitum af er komið sumar. Vonandi hafa allir notið jólahátíðarinnar.

Nýtt ár hafið Read More »