Fréttir

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum?

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum? Read More »

Þorrablót í 4. bekk

Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.

Þorrablót í 4. bekk Read More »

Bingó!

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 verður haldið Þorrabingó í Vallaskóla. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Bingóið verður haldið í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn um anddyrið við Engjaveg.

Bingó! Read More »

Vinagull

Fyrir skemmstu fórum við í 2. og 6. bekk í Gullin í grenndinni ferðina okkar sem gekk mjög vel og var alveg stór skemmtileg. Við lögðum af stað í myrkri kl. 8:10 og komum heim í björtu rétt fyrir kl. 10:00 í frábæru veðri.

Vinagull Read More »

Lesblinda

Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, heimsótti Vallaskóla í dag og fræddi nemendur, foreldra og starfsfólk um málefni lesblindra. Afar fróðlegt var að hlýða á erindi Snævars.

Lesblinda Read More »