Fréttir

Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands Íslands

Þrjár stúlkur úr 6. bekk í Vallaskóla tóku þátt í lokakeppni Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands Íslands á laugardaginn, 4. maí. Til keppni var boðið þeim sem náðu bestum árangri í undankeppni sem haldin var í skólunum fyrr í vetur, en keppt er í 60 m hlaupi, kúluvarpi og hástökki.

Úrslit í Skólahreysti

Lið Vallaskóla hafnaði í 8. sæti í úrslitakeppni Skólahreysti sem fram fór í gærkvöldi. Það er glæsilegur árangur að enda í hópi 10 bestu grunnskólaliða í Skólahreysti og því mega þau Harpa Hlíf, Teitur, Eysteinn, Konráð, Eydís og Rannveig una vel við niðurstöðuna. Árangur þeirra í ár hvetur nemendur okkar til að gera enn betur …

Úrslit í Skólahreysti Lesa meira »

Úrslitakeppnin í Skólahreysti

Þá er komið að því. Lið Vallaskóla keppir í úrslitakeppni Skólahreysti í kvöld, sem fram fer í Laugardalshöll. Stuðningslið 8.-10. bekkjar undirbýr sig nú að kappi og ætlar að hvetja okkar fólk til dáða að sjálfsögðu!

Nemendur höfðu betur

Það var ekkert öðruvísi. Nemendur í 10. bekk höfðu betur í þetta sinn gegn starfsmönnum skólans á íþróttadegi, þrátt fyrir mikla baráttu og samstilltan hóp kennara, skólastjórnanda og stuðningsfulltrúa.

Hæfileikakeppni NEVA

Hæfileikakeppni var haldin í Vallaskóla þann 16. apríl fyrir nemendur í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla. Keppnin var vel heppnuð og talsverður fjöldi nemenda úr báðum skólum mættu til að horfa á þessa frábæru skemmtun.

Sýnt fyrir vini og vandamenn

Þann 11. apríl héldu 5. bekkingar árshátíðina sína. Þar sýndu þeir afrakstur vinnu vetrarins í leikrænni tjáningu. Börnin sýndu bæði leikrit eftir aðra og nokkra frumsamda leikþætti. Í lokin sungu þau saman lag á dönsku. Síðan gæddu allir sér á girnilegum kræsingum sem foreldrar lögðu til.