Fréttir

The Tension spilar á Samfés

Hljómsveitin The Tension sigraði USSS 2014 þann 17. janúar sl. en hljómsveitin er skipuð stúlkum úr 10. bekk Vallaskóla. USSS er undankeppni söngvakeppni Samfés, á SamFestingnum 2014 sem haldinn verður í Laugardalshöllinni 7.-8. mars nk.

Takk fyrir stuðninginn!

Fjáröflun fyrir útskriftarferðalag nemenda í 10. bekk er í fullum gangi. Fyrir stuttu var haldið þorrabingó þar sem mæting var góð og á foreldradeginum var að venju kaffi- og kökusala.

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum?

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.

Framandi matargerð

Fyrir nokkrum dögum fengu nemendur í 10. bekk í vali í heimilisfræði heimsókn af kokki sem kenndi þeim að elda indverskan mat og franskan eftirrétt. Varð úr góð veisla sem nemendur nutu vel.

Annaskipti

Annaskiptin eru framundan. Vorönn hefst senn. Hér má sjá bréf til foreldra sem einnig var sent út á Mentor.

Þorrablót í 4. bekk

Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.

Bingó!

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 verður haldið Þorrabingó í Vallaskóla. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Bingóið verður haldið í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn um anddyrið við Engjaveg.