Stóra upplestrarkeppnin
Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er að venju hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram fimmtudaginn 13. mars sl.
Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er að venju hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram fimmtudaginn 13. mars sl.
Matseðill aprílmánaðar er kominn á heimasíðu.
Þá er lokið fyrstu tveimur leikjum í spurningakeppni Vallaskóla, KVEIKTU, sem nú er haldin í sjöunda sinn. Þannig fóru leikar að 10. RS vann leik sinn við 10. SAG og 9. MM sigraði 8. MA. Þessi tvö lið eru því komin í undanúrslit.
Krakkarnir okkar stóðu sig með prýði í Skólahreystinni þetta árið. Teitur Örn varð í 1. sæti í dýfunum og í 3. sæti í upphífingum. Eydís Arna varð í 2. sæti í armbeygjukeppninni og 9. sæti í hreystigreip. Eysteinn Máni og Rannveig Harpa urðu í 1. sæti í hraðaþraut.
Lið Vallaskóla tekur þátt í Skólahreystikeppninni í dag, miðvikudaginn 26. mars. Strákarnir sem keppa eru Teitur Örn Einarsson, Eysteinn Máni Oddson og Konráð Oddgeir Jóhannsson. Stúlkurnar eru Þórunn Ösp Jónasdóttir, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir og Eydís Arna Birgisdóttir (vantar á mynd).
Strákarnir í 8. bekkjunum ákváðu að stíga út fyrir þægindarammann, ögra normunum eða staðalímyndum og athuga hver viðbrögð samfélagsins yrðu við naglalökkuðum gaurum.
Nemendur í 2. GG og 6. GEM fóru í skógarferð í vikunni. Verkefni dagsins var að athuga hvort fóðurkúlurnar sem nemendur fóru með út í skóg í febrúar hefðu verið borðaðar og leita að sverasta trénu á svæðinu okkar.
Nú hafa nemendur í 9. og 10. bekk fengið góða kynningu á því sem í boði er í framhaldsskólum landsins eftir velheppnaða ferð í Kópavoginn 6. mars. Þó nemendur í 9. bekk eigi flestir einn vetur eftir í grunnskólanum þá þurfa nemendur í 10. bekk að fara huga að því að skrá sig í framhaldsskóla …
Óhætt er að segja að starfsmenn Vallaskóla hafi ,,farið á flug“ í öskudagsgleðinni en margir þeirra klæddu sig upp sem flugáhafnarmeðlimi. Nemendur slóu auðvitað heldur ekki slöku við og mættu margir þeirra í skrautlegum og skemmtilegum búningum í tilefni dagsins.