Fréttir

Bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Vallaskóla þriðjudaginn 27.október. Nemendur yngrideildar mættu í náttfötum í skólann og skóladeginum lauk með bangsadiskói í íþróttasal skólans. Þar sem nemendur dönsuðu dansa sem þau hafa lært undir stjórn íþróttakennara.

Bangsadagurinn Read More »

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi í Árborg

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi fór fram á Stokkseyri (BES) þriðjudaginn 15. september sl. Ásta Stefánsdóttir skrifaði undir sáttmálann fyrir hönd Árborgar og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir hönd menntamálayfirvalda. Einnig kom fulltrúi Heimilis og skóla ásamt sveitarstjórum og bæjarstjórum frá nokkrum nágrannasveitarfélögum til að undirrita sáttmálann.

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi í Árborg Read More »