Fréttir

Göngum í skólann.

Átakið Göngum í skólann hefst miðvikudaginn 10. september. Vallaskóli tekur þátt í átakinu. Mun því verða bryddað upp á ýmsu hreyfitengdu þann tíma sem átakið stendur yfir. Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér átakið betur a vefnum Göngum í skólann (gongumiskolann.is)

Skólasetning

Skólastarf í Vallaskóla hófst með formlegum hætti í dag. Að vanda bauð skólastjóri nemendur velkomna til starfa og setti svo skóla formlega með því að hringja hann inn með gamalli skólabjöllu.

Ytra mat grunnskóla

  Á vordögum var starf  skólans metið. Nú hefur Násmatsstofnun skilað af sér matsskýrslu.   Áhugasamir geta kynnt sér hana með því að smella á tengilinn Ytra mat grunnskóla  í Handraðanum hér vinstra megin á síðunni.

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst

Skólasetning fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 22. ágúst.   Nemendur í 2.−5. bekk,  f. 2004−2007, mæti kl. 10:00. Nemendur í 6.−10. bekk,  f. 1999−2003, mæti kl. 11:00. Nemendur í 1. bekk (f. 2008) og forráðamenn þeirra eru boðaðir sérstaklega í viðtöl eins og þegar hefur verið tilkynnt.    Foreldrakynningar fyrir foreldra nemenda í eldri deild (6. …

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst Lesa meira »