Fréttir

Starfs- og foreldradagar fruamundan

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla   Framundan er starfsdagur og foreldradagur 3. og 4. nóvember. Á báðum þessum dögum verða foreldraviðtöl. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánari upplýsingar frá umsjónarkennurum). Opnað hefur verið fyrir viðtalspantanir í Mentor. Lengd hvers viðtals er áætluð 10-15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið). Við hvetjum ykkur að ræða einnig við aðra kennara en […]

Starfs- og foreldradagar fruamundan Read More »

Skólabragur

Skólabragur er námsfag í unglingadeild þar sem meðal annars er unnið með lykilhæfni Aðalnámskrár grunnskóla. Um daginn var unnið með hópefli í 10. bekk og þá náðist þessi yndislega mynd. Hér má sjá nemendur fylgjast andaktugir með innleggi kennara sinna.

Skólabragur Read More »

Múrtunnusláttur

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum þeirra notalegs haustleyfis. Látum fylgja með góðri kveðju okkar nokkrar myndir frá Múrtunnuslætti sem nemendur 5., 6. og 7. árgangs fengu að spreyta sig á dag. Um er að ræða hluta af verkefninu „Tónlist fyrir alla“. Nemendur skemmtu sér vel við bumbusláttinn og allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð.

Múrtunnusláttur Read More »

Haustfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn við Vallaskóla. Dagana 23. og 24. október er haustfrí í grunnskólum Árborgar, líkt og kemur fram á skóladagatali. Starfsmenn Vallskóla óska nemendum og fjölskyldum  þeirra gleðilegs og góðs haustfrís. Kennsla hefst á ný mánudaginn 27. október samkvæmt stundaskrá. Starfsmenn Vallaskóla

Haustfrí Read More »

Foreldrafélagið gefur 1. árgangi endurskinsvesti

Við finnum fyrir því að daginn er farið stytta. Þeim tíma fylgir að við þurfum að dusta rykið af enduskinsmerkjunum okkar. Öll viljum við sjást í myrkrinu. Foreldrafélag Vallaskóla er með puttann á púlsinum hvað þetta varðar. Á dögunum fóru fulltrúar foreldrafélagsins þær Bjarnheiður Böðvarsdóttir og Júlíana Gústafsdóttir og afhentu börnum í 1.árgangi endurskinsvesti. Börnin

Foreldrafélagið gefur 1. árgangi endurskinsvesti Read More »

Skólastjóraþing í Vallaskóla

Fimmtudag og föstudag í síðustu viku funduðu skólastjórar og stjórnendur grunskóla alls staðar af á landinu í Vallaskóla. Hér hittust 380 stjórnendur og réðu ráðum sínum. Góður rómur var kveðinn af þingnu og miklu var áorkað. Tíundu bekkingar fengu það verkefni í fjáröflunuarskyni fyrir útskriftarferð næsta vors að hjálpa til við undirbúninginn. Fólst það m.a.

Skólastjóraþing í Vallaskóla Read More »

Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna

Tilnefingar til íslensku menntaverðlauna hafa verið birtar á vef Stjórnarráðsins. Það gleður okkur mjög að verkefnið Gullin í grendinni hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokknum þróunarverkefni. Gullin í grenndinni er samstarfsverkefni leikskólans Álfheima og Vallaskóla á Selfossi um nám úti í náttúrunni. Samstarfið hefur staðið yfir í fjölda ára  og hefur verið í stöðugri

Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna Read More »