Á döfinni

Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17.00-18.00. Fundurinn verður haldinn í Austurrýminu á Sólvöllum. Molakaffi. Dagskrá: 1.      Kosning stjórnar. 2.      Önnur mál. Skólastjóri.

Foreldraviðtöl

Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, er komið að foreldraviðtölum á haustönn. Nemendur og forráðamenn þeirra mæta til viðtals hjá umsjónarkennara. Umsjónarkennarar gefa út lista yfir tímasetningar viðtala. Ath. að ferðanefnd 10. bekkjar verður með veitingasölu í dag. Vinsamlega styrkið útskriftarnemana okkar og væntanlegt útskriftarferðalag þeirra í vor.

Landsátak gegn einelti

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttu gegn einelti. Um er að ræða landsátak og að sjálfsögðu eiga allir að taka þátt og sameinast í verki. Í Vallaskóla ætlum við að mynda kærleikskeðju innanhúss þannig að allir í skólanum taka þátt. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins má m.a. lesa: ,,Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið …

Landsátak gegn einelti Lesa meira »

Fjallabræður

Von er á karlakórnum Fjallabræður í heimsókn til okkar, miðvikudaginn 7. nóvember. Nánar síðar. Tilgangurinn með heimsókninni er að taka upp rödd þjóðarinnar, þar með raddar árganga skólans. Nú þegar hafa safnast inn 10.000 raddir og er ætlunin að bæta röddum Sunnlendinga inn í safnið.

Aðalnámskrá grunnskóla – málþing

Miðvikudaginn 31. október lýkur kennslu um kl. 13.00. Ástæðan er sú að kennarar Vallaskóla eru á leið á málþing í FSu sem fjallar um innleiðingu aðalnámskrá grunn-, leik- og framhaldsskóla. Kennarar, úr framhalds-, leik- og grunnskólum hvaðanæva af Suðurlandi eru boðaðir á málþingið.

Forvarnadagurinn

Í dag, miðvikudaginn 31. október, er forvarnadagurinn haldinn í grunnskólum um allt land. Það eru nemendur í 9. bekk sem taka þátt í dagskrá dagsins. Markmiðið með deginum er að nemendur taki afstöðu gegn neyslu hvers kyns fíkniefna. Sjá nánar á heimasíðu átaksins: www.forvarnadagur.is 

Haustfrí

Í dag, mánudaginn 29. október, hefst seinni dagur haustfrísins. Njótið vel. Kennsla hefst aftur á morgun skv. stundaskrá, þriðjudaginn 30. október.