Starfskynning í 10. bekk
Starfskynningar í 10. bekk fara fram 13. og 14. mars. 15. mars skila nemendur svo af sér skýrslu um starfskynningarnar. Sjá nánar hér.
Starfskynningar í 10. bekk fara fram 13. og 14. mars. 15. mars skila nemendur svo af sér skýrslu um starfskynningarnar. Sjá nánar hér.
Nemendur í 8. bekk fara í fermingarferðalag í dag. Lagt af stað kl. 8.30 frá Vallaskóla.
Stóra upplestrarkeppnin á svæði Vallaskóla fer fram fimmtudaginn 7. mars. Hún verður haldin í Sunnulækjarskóla kl. 14.00. Fyrir hönd Vallaskóla taka þátt: Jóhann Bragi Ásgeirsson, Karolina Konieczna og Sandra Jónsdóttir. Varamaður er Sigdís Erla Ragnarsdóttir.
Dagur tvö í vetrarfríi, þriðjudaginn 26. febrúar. Sjáumst á morgun í skólanum, 27. febrúar.
Í dag er vetrarfrí, mánudaginn 25. febrúar. Njótið dagsins.
Kennt skv. stundaskrá.
Foreldraviðtöl og afhending einkunna á vetrarönn fara fram í dag hjá umsjónarkennurum – sjá að öðru leyti fundarboð frá þeim. Minnum á veitingasölu ferðanefndar foreldra nemenda í 10. bekk til styrktar útskriftarferðinni í vor.
Nú undirbúa starfsmenn skólans annaskil og foreldraviðtöl á morgun. Nemendur eru í fríi í dag.
NEVA, Nemendafélag Vallaskóla, mun halda Rósaball 14. febrúar fyrir nemendur í 8.-10. bekk – Austurrýminu á Sólvöllum. Rósaballið er ólíkt öðrum böllum að því leyti að dansfélagi hvers og eins þátttakanda verður dreginn út fyrir fyrsta dans kvöldsins. Nemendur fá að vita á fimmtudaginn (í skólanum) hver sé þeirra dansfélagi. Dregið verður úr sérstökum dansfélagapotti …
Félagsmiðstöðin Zelsiuz býður upp á öskudagsskemmtanir fyrir krakka í 1.-7. bekk. Skemmtun fyrir krakka í 1.-4. bekk Herlegheitin byrja kl. 13:15 og lýkur skemmtuninni kl. 14:30. Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug tónlist, kötturinn margfrægi verður sleginn úr tunnunni og sjoppa verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis …