Á döfinni

Árshátíð í 3. bekk

Árshátíð nemenda í 3. bekk verður haldin miðvikudaginn 17. apríl frá kl. 17.30. Hún verður staðsett í Austurrýminu á Sólvöllum. Foreldrar innilega velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Árshátíð í 5. bekk

Árshátíð 5. bekkja verður haldin fimmtudaginn 11. apríl. Verður hún í Austurrýminu og hefst kl. 18.00. Gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir! Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Árshátíð í 7. bekk

Árshátíð 7. bekkja verður haldin miðvikudaginn 10. apríl kl. 18.30 í Austurrými skólans á Sólvöllum. Foreldrar eru velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Páskafrí hefst

Páskafrí hefst laugardaginn 23. mars. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Hafið það sem allra best í fríinu. Starfsmenn Vallaskóla.

Lokakeppni Kveiktu

Lokakeppni í spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, verður haldin í dag. Spennandi verður að sjá hvaða bekkjalið mætast í úrslitum eftir undankeppnirnar.

Eitísþema

NEVA stendur fyrir 80´s þema föstudaginn 15. mars. Þá er um að gera fyrir nemendur að róta í fataskápum foreldrana og finna einhverjar bitastæðar flíkur til að klæðast í tilefni dagsins, og auðvitað þurfa svo starfsmenn að þurrka rykið af gömlu grifflunum, leðurbindinu, glansgallanum og netabolnum.