Á döfinni

Foreldradagur

Foreldradagur 18. nóvember en þá mæta forráðamenn með börnum sínum til viðtals í skólanum. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar bréf frá umsjónarkennurum). Lengd hvers viðtals er áætluð 15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið). Við minnum svo á fjáröflunarkaffi nemenda og foreldra í 10. bekk vegna útskriftarferðalags þeirra næsta vor. Vinsamlegast athugið …

Foreldradagur Read More »

Kakófundur

Kakófundur Samborgar í Sunnulækjarskóla í kvöld, mánudaginn 14. nóvember kl 20:00. Sólveig Norðfjörð sálfræðingur ætlar að fjalla um bætt samskipti á heimilum og leiðir til að takast á við krefjandi hegðun barna og unglinga.

Bangsadagurinn

Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore Teddy Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Af því tilefni viljum við hvetja alla foreldra til að minna börn sín í 1.-4. bekk á að koma með uppáhaldsbangsann sinn í skólann þann dag og öllum er velkomið að mæta í náttfötum eins og vanalega. Ekki er gert ráð fyrir sparinesti á …

Bangsadagurinn Read More »

List fyrir alla

List fyrir alla er listviðburður á vegum Menntamálastofnunar og svipar til Tónlist fyrir alla sem hefur verið haldinn um árabil í grunnskólum landsins. Í dag, þriðjudaginn 4. október, verða tveir viðburðir haldnir í Vallaskóla. Annars vegar fyrir nemendur í 1.-4. bekk og hins vegar fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Fyrir þá sem vilja fræðast meira …

List fyrir alla Read More »