Á döfinni

Forvarnardagurinn 3. október

Forvarnardagurinn er haldinn 3. október. Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt geta stuðlað að því að ungmenni verði síður áfengi og fíkniefnum að bráð. Þessi þrjú heillaráð eru: Samvera með fjölskyldu og vinum. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fresta því að hefja drykkju áfengis.

Evrópski tungumáladagurinn

26. september er evrópski tungumáladagurinn. Norræna ráðherranefndin hefur staðið að verkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne). Einnig er rétt að benda á yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu en eitt af markmiðum hennar er að allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli helst á norrænu tungumáli. Kjörið er að …

Evrópski tungumáladagurinn Read More »

Dagur læsis

Alþjóðlegur dagur læsis er  8. september. Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis fyrir 50 árum, árið 1966. Lesa má meira um alþjóðlegan dag læsis hér.