Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða, þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál. Námsefnið er byggt á umræðum og verkefnum og til stuðnings eru stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið.
Fjármálavit kom í heimsókn í Vallaskóla í febrúarmánuði og leystu nemendur verkefni tengd því að setja sér markmið í fjármálum.
Nemendur unnu saman í hópum og fékk hver hópur tilbúna persónu og markmið sem persónan stefndi að í fjármálum. Til að ná markmiðinu þurftu nemendur að finna út sparnaðarleiðir og áætla tímann sem það tæki að ná sparnaðarmarkmiðinu. Nemendur unnu verkefnið virkilega vel og voru mjög áhugasöm og fróðleiksfús um fjármálaheiminn.