Það kom að því. Eitt helsta tákn iðnbyltingar er hljóðnað. Samhliða breyttum tímaási í skólastarfinu var ákveðið að hætta að hringja skólabjöllunni, enda eru frímínútur og matur á mismunandi tímum eftir stigum.
Þess í stað fylgjast allir vel með hvað tímanum líður og starfsmenn eru með flautur til að minna á, ef þarf.
Tímaásabreytingin lofar góðu og það er að öllu jöfnu létt yfir nemendum þessa fyrstu daga skólaársins. Bjölluleysið virðist því koma okkur öllum til góða; andrúmsloftið er afslappaðra og ekki hafa komið upp vandræði með mætingar.