Foreldrafélag Vallaskóla færði 1. árgangi endurskinsvesti að gjöf.
Þessi vestagjöf er orðin að áralangri hefð hjá foreldrafélaginu og vekur alltaf jafnmikla lukku hjá nemendum. Vestin eru merkt hverju barni og eru mikilvægt öryggistæki í myrkrinu á morgnana.
Við hvetjum nemendur 1. árgangs til að gera vestin að staðalbúnaði og um leið hvetjum við aðra árganga til að nota sín vesti áfram.
Við þökkum foreldrafélagi Vallaskóla kærlega fyrir þessa rausnarlegu og gagnlegu gjöf!