Foreldrafélag Vallaskóla hefur haft það fyrir hefð að gefa nemendum í 1. árgangi endurskinsvesti.
Vestin eru sérmerkt nemendum og koma sér vel í skammdeginu
Við færum við foreldrafélaginu þakkir fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum svo foreldra og nemendur til að vera dugleg að nota vestin og annað endurskin í mesta myrkrinu.
Hér má sjá hluta 1. árgangs glöð og sæl með vestin sín og flott bóndadagsbindi
