7. bekkur lauk nýverið löngu og ströngu undirbúningsferli fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin var við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 23. mars sl.
Sem lið í undirbúningnum fengum við eldri þátttakendur skólans til að koma í heimsókn, þau Bjarka Þór Sævarsson, Hildi Kristínu Hermannsdóttur, Jón Þórarin Þorsteinsson og Svein Ægi Birgisson. Þau sögðu frá sinni reynslu, m.a. hvernig það er að vera lesblindur, hvernig þátttakan hefði styrkt þau í að koma fram og tala fyrir framan fólk sem reynir á þegar komið er á efri skólastig.
Í lokin lásu þau ljóðin sem þau höfðu valið sér fyrir sína keppni. Heimsóknin vakti mikla lukku og þökkum við gestunum kærlega fyrir komuna.