thorvaldur

Skólaslit 2012-2013

,,Skólinn – og þá ekki síst – grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun þjóðfélagsins“. Þannig hljómaði upphaf ræðu Guðbjarts Ólasonar skólastjóra Vallaskóla við útskrift nemenda í 10. bekk, að viðstöddum forráðamönnum þeirra, föstudaginn 7. júní sl. Það var hverju orði sannara þegar litið var yfir fríðan og prúðbúinn hóp nemenda í íþróttasalnum sem nú kvaddi skólann. Ellefta …

Skólaslit 2012-2013 Lesa meira »

Starfsdagur

í dag, mánudaginn 10. júní er starfsdagur. Athugið að skrifstofan verður lokuð í dag frá kl. 10.00-16.00 vegna starfsmannaferðar.

Frá Skólavistun

Nú þegar daginn er farið að lengja og gróðurinn farinn að taka við sér förum við á Skólavistun einnig að búa okkur undir sumarið. Hér eru nokkur atriði sem huga þarf að: Skólalok Síðasti skóladagurinn í Vallaskóla verður þriðjudaginn 4. júní. Starfsdagur í Vallaskóla 5. júní og svo fara skólaslit fram fimmtudaginn 6. júní. Nemendur …

Frá Skólavistun Lesa meira »

Skólaslit í 10. bekk

Föstudagurinn 7. júní – Starfsdagur í Vallaskóla og skólaslit verða hjá 10. bekk. Skólaslit hjá 10. bekk: Æfing verður haldin kl. 12.00 í íþróttasalnum (nauðsynlegt að allir nemendur mæti). Athöfnin sjálf hefst kl. 18.00 og fer fram í íþróttasalnum á Sólvöllum. Eftir hana er boðið upp á veitingar en það er í umsjá foreldra og …

Skólaslit í 10. bekk Lesa meira »

Ýmsar praktískar upplýsingar

Bekkjaljósmyndir af 1. og 5. bekk eru nú tilbúnar hjá Filmverki. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að nálgast myndirnar þar og greitt er fyrir myndirnar í Filmverki. Bekkjamyndir af 10. bekk eru í vinnslu og verða tilbúnar innan fárra daga hjá Filmverki – tilkynning verður send á Mentor. Fréttir og ljósmyndir af skólaslitum verða aðgengilegar hér …

Ýmsar praktískar upplýsingar Lesa meira »

Skólaslit í 1.-9. bekk

Fimmtudagur 6. júní – Skólaslit og einkunnaafhending Skólaslit kl. 9:00 fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Dagskrá í íþróttasalnum, ávarp skólastjóra og tónlistaratriði. Nemendur 1. – 4. bekkja mæta fyrst í salinn og fylgja svo umsjónarkennara sínum í heimastofur þar sem þeir taka á móti vitnisburði og kveðja kennara. Foreldrar velkomnir. Skólaslit 8.-9. bekkjar …

Skólaslit í 1.-9. bekk Lesa meira »