Stóra upplestrarkeppnin
Í dag verður Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk ýtt úr vör með dagskrá.
Í dag verður Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk ýtt úr vör með dagskrá.
Vetrarönnin er hafin af fullum krafti og það er ekki úr vegi að byrja nýja önn á frétt um skopparakringlur.
Ágætu foreldrar/forráðamenn og nemendur Vallaskóla. 17. október sl. breyttist notendaviðmót fyrir nemendur og foreldra í Mentor. Innskráning er sú sama og áður en vissar upplýsingar birtast ykkur með öðrum hætti nú. Til að nálgast gögnin eins og þau voru áður þarf aðeins að smella á Fjölskylduvef og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir …
Í dag hefst vetrarönn skv. stundaskrá. Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í eldri deild (breyting frá því sem stendur í starfsáætlun).
Sjá auglýsingu hér.
Vallaskóla 15. nóvember 2013 Kæru foreldrar og forráðamenn. Annaskiptin eru framundan. Mánudaginn 18. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Opið á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir. Þriðjudaginn 19. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt …
Í dag mæta nemendur með forráðamönnum til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara sínum. Sjá viðtalaskrá umsjónarkennara. Minnum á veitingasölu foreldra og nemenda í 10. bekk til styrktar útskriftarferð sinni í vor. Í boði er að kaupa vöfflur með rjóma/sultu, kaffi og kakó. Kökubasar verður einni haldinn og því um að gera að kíkja á úrvalið til að …
Foreldrum í Vallaskóla er boðið að sækja málþing í Neskirkju og Hagaskóla föstudaginn 22. nóvember klukkan 9 – 16. Olweusaráætlunin gegn einelti „Við höfum gengið til góðs“ Opið málþing í Neskirkju og Hagaskóla 22. nóvember kl. 9-16 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 18. nóvember. Olweusaráætlunin fagnar áratug á Íslandi. Við viljum líta yfir farinn veg og …
Nú undirbúa starfsmenn skólans foreldradag fyrir morgundaginn og annaskipti. Nemendur eru í fríi. Opið er á skólavistun.
Fjáröflun vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á foreldradeginum, á morgun – þriðjudaginn 19. nóvember. Að loknu foreldraviðtali er kjörið að setjast niður og fá sér hressingu. Veitingasalan fer fram í mötuneyti og anddyri.