thorvaldur

Jólatrésskemmtun

Það var glatt á hjalla hjá nemendum í 1.-4. bekk mánudaginn 28. nóvember sl. Fóru krakkarnir með kennurum sínum í smá vettvangsferð til að vera viðstödd tendrun ljósanna á jólatrénu á Sigtúni. Þar voru einnig saman komin nemendur úr öðrum grunn- og leikskólum Árborgar og því margt um manninn.

Skreytingadagur

Ákveðið var að gera smá breytingu á skóladagatalinu 2016-2017 og færa skreytingadaginn til um viku. Hann verður því föstudaginn 25. nóvember í stað 2. desember. Á skreytingadegi færum við skólann í jólabúninginn, gæðum okkur á kakói og smákökum.

Kvíði barna og ungmenna

Upptökur frá málþinginu Kvíði barna og ungmenna: staða og lausnir sem haldið var í tilefni Foreldradags Heimilis og skóla miðvikudaginn 9. nóvember sl. eru nú aðgengilegar á heimasíðu samtakanna.

Kvíði barna og ungmenna

Upptökur frá málþinginu Kvíði barna og ungmenna: staða og lausnir sem haldið var í tilefni Foreldradags Heimilis og skóla miðvikudaginn 9. nóvember sl. eru nú aðgengilegar á heimasíðu samtakanna.

Foreldradagur

Foreldradagur 18. nóvember en þá mæta forráðamenn með börnum sínum til viðtals í skólanum. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar bréf frá umsjónarkennurum). Lengd hvers viðtals er áætluð 15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið). Við minnum svo á fjáröflunarkaffi nemenda og foreldra í 10. bekk vegna útskriftarferðalags þeirra næsta vor. Vinsamlegast athugið …

Foreldradagur Read More »