thorvaldur

Tölvukaupleiga, kynningarfundur

Miðvikudaginn 21. júní næstkomandi ætlar starfsfólk Vallaskóla að bjóða foreldrum nemenda  á stuttan kynningarfund. Farið verður yfir öll helstu mál er varða innleiðingu á Ipad-spjaldtölvum með kaupleigu. Niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra kynntar og spurningum sem bárust þar verður svarað.

Komdu að kenna í Vallaskóla

Lausar eru til umsóknar 100% stöður forfallakennara og kennara í leikrænni tjáningu við Vallaskóla. Áhugasamir hafi samband við Guðbjart skólastjóra í síma 480 5800 eða á netfangið gudbjartur@vallaskoli.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2017.

Unnið í lestri

Guðrún Birna Kjartansdóttir í 3. IGU Vallaskóla var dregin út í lestrarleiknum Óvættaför. Leikurinn er hugsaður sem lestrarhvatning fyrir nemendur í 3.-5. bekk grunnskólanna.

Skólaslit

10:00 1.-4. bekkur. Dagskrá í íþróttasal. 11:00 5.-9. bekkur. Dagskrá í íþróttasal. 12:00-13:00 10. bekkur, generalprufa útskriftar, íþróttasal. 18:00-20:00 10. bekkur, útskrift. Dagskrá í íþróttasal, kaffiveitingar.

Vorhátíð og skólaslit

Kæru fjölskyldur! Senn líður að lokum skólaársins og við tekur sumarleyfi nemenda. Síðustu daga hefur verið mikið fjör í skólanum og margt um að vera og hvetjum við foreldra og aðra gesti til að koma í heimsókn til okkar fimmtudaginn 1. júní.

Nágrannar hittast

Nemendur í 1. bekk fóru ásamt umsjónarkennurum sínum og stuðningsfulltrúum að heimsækja félaga sína í 1. bekk Sunnulækjarskóla sl. miðvikudag.