thorvaldur

Sundkennsla 23.-27. maí

Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða.


Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.


Íþróttakennarar í Vallaskóla.

5. bekkur og gróðursetningarferð

Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.

Skólahald og öskufall

Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.

Sundkennsla í næstu viku

Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða. Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.

6. bekk boðið á diskó!

Til að ljúka starfi vetrarins hafa foreldratenglar nemenda í 6. bekk í Sunnulækjarskóla ákveðið að bjóða öllum 6. bekkingum í Árborg á diskótek 18. maí kl. 19-21 í Sunnulækjarskóla.


DJ-Sunnó leikur fyrir dansi.