Þetta vilja þau!
Út er komin skýrsla sem er afrakstur vinnu ungmenna í 9. bekk á forvarnadeginum sem haldinn var 3. nóvember 2010. Höfundur skýrslunnar er Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir Rannsóknir og greiningu. Sigríður var jafnframt verkefnisstjóri Forvarnadagsins 2010.

Vorhátíð var haldin 1. júní sl. Nemendur í 1.-9. bekk gerðu sér glaðan dag en nemendur í 10. bekk voru í skólaferðalagi í Skagafirðinum.
Nemendur í 1.-4. bekk komu yfir á Sólvelli til að skoða aðstæður áður en flutningurinn úr Sandvík brestur á.
Síðasta skóladaginn sá nemendafélag Vallaskóla (NEVA) um brennómót á unglingastigi í íþróttasalnum á Sólvöllum.
Á dögunum fengum við hingað í Vallaskóla góða gesti, þrjá unga menn frá Höfn í Hornafirði, sautján-átján ára gamla, þá Halldór Karl Þórsson, Reyni Ásgeirsson og Þórð Ásgeirsson. Erindi þeirra var að fræða okkur, aðallega þó 7. bekk en líka kennara og foreldra, um fyrirbærið tölvuleikjafíkn. 