thorvaldur

Þetta vilja þau!

Út er komin skýrsla sem er afrakstur vinnu ungmenna í 9. bekk á forvarnadeginum sem haldinn var 3. nóvember 2010. Höfundur skýrslunnar er Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir Rannsóknir og greiningu. Sigríður var jafnframt verkefnisstjóri Forvarnadagsins 2010.

Þetta vilja þau! Read More »

Skólaslit í 10. bekk

Minnum enn og aftur á að skólaslit í 10. bekk fer fram föstudaginn 3. júní kl. 18.00.

Generalprufa fyrir nemendur er kl. 12.00 sama dag. Nauðsynlegt að allir mæti.

Tenglar skipuleggja kaffiveitingar í samráði við foreldra eins og fram hefur komið í upplýsingabréfi og boðsbréfi. Þeir hafa nú þegar gert yfirlit um það sem hver forráðamaður á að koma með og það var sent í tölvupósti fyrir örfáum dögum síðan. Nauðsynlegt er að allir komi með veitingar á kaffihlaðborð skv. skipulagi tengla. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að koma veitingunum til skila á milli kl. 16-17 í mötuneytið á Sólvöllum 3. júní.

Skólaslit í 10. bekk Read More »