Sigurður Halldór Jesson

Foreldradagur

Á morgun, miðvikduaginn 25. febrúar, er foreldradagur í Vallaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í skólann og eiga stuttan fund með umsjónarkennara, þar sem námsframvinda og annað tengt skólastarfinu er umræðuefni.   Minnum gesti á að skoða sýningu á verkum nemenda sem verður í miðrými og víðar. Eins minnum við á að gott er …

Foreldradagur Lesa meira »

Heldriborgarar í heimsókn

Í síðustu viku heimsóttu nokkrir heldriborgarar nemendur í tölvuvali. Nemendurnir aðstoðuð þá við að koma sér inn heim spjaldtölvunnar. Vinsælustu öppin þessa stund sem heimsóknin stóð yfir voru Facebook og Snapchat. Mikil ánægja var með þessa heimsókn bæði hjá ungum og öldnum. Ljóst er að margir voru betur tengdir eftir heimsóknina en þeir voru fyrir …

Heldriborgarar í heimsókn Lesa meira »

Öskudagur

Á öskudaginn er skóladagur og mega nemendur koma í búningum í skólann, en eru vinsamlegast beðnir um að skilja öll vopn og aðra fylgihluti eftir heima.   Kennslu í 5. – 10. bekk verður hætt kl. 13:00 til jafns á við Sunnulækjarskóla.

Þrír íslandsmeistarar í sama bekk

Sá óvenjulegi atburður varð um helgina að þrír krakkar úr sama bekknum, 7. SKG, urðu um helgina Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum.   Hákon Birkir í 60 metra hlaupi, 60m grindarhlaupi og hástökki.   Hildur Helga í kúluvarpi.   Vilhelm Freyr í kúluvarpi.   7.SKG hlýtur því að teljast besti frjálsíþrótta-bekkur landsins þessa dagana.

Starfsfræðsla

Síðastliðinn þriðjudag 10. febrúar fóru nemendur 10. bekkja Vallaskóla á þjónustuskrifstofu stéttarfélagsins Bárunnar. Þar fengu þau kynningu á þjónustu stéttarfélaganna, fengu gagnlegar upplýsingar um sögu verkalýðsbaráttunnar og  réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur.  Hjalti Tómasson sá um kynninguna og svaraði fjölmörgum spurningum sem tengjast ungu fólki á vinnumarkaði. …

Starfsfræðsla Lesa meira »