Alþjóðlegi bangsdagurinn
Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun í yngri deild. Nemendur mega mæta í með einn bangsa í skólann í tilefni dagsins. Um hádegisbil verður svo bangsdiskó fyrir nemendur 1.-5. bekk.
Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun í yngri deild. Nemendur mega mæta í með einn bangsa í skólann í tilefni dagsins. Um hádegisbil verður svo bangsdiskó fyrir nemendur 1.-5. bekk.
Í framhaldi af starfskynningardögum í 10. bekk langar okkur til að vekja athygli á frábærri upplýsingasíðu Samtaka Iðnaðarins um iðn- verk- og tækninám að loknum grunnskóla. Hvar vilt þú vera eftir þrjú til fjögur ár? Verður þú í skemmtilegu og vel launuðu starfi að loknu iðn-, verk- eða tækninámi sem að auki gefur þér kost á háskólanámi? …
Nú þegar skammdegið færist yfir er mjög mikilvægt að dusta rykið af endurskinsmerkjunum sem leynast á heimilinu. Reynslan hefur sýnt hversu gagnleg þau eru. Vegfarandi sést mun betur ef hann er með endurskinsmerki það er staðreynd. Við viljum hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum stórum og smáum að nota endurskinsmerki. Sjá nánar: Samgöngustofa. …
Út er komið netfréttabréf fornvarnarhóps Árborgar. Þar er sagt frá súpufundi í Sunnlækjarskóla, fræðslu fyrir foreldra leikskólabarna um tölvu- og netnotkun barna og þjálfararáðstefnu Árborgar. Netfréttabréfið í PDF sniði.
Í dag var bleikur dagur í Vallaskóla. Margir skörtuðu sínu bleikasta eins sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu skólans.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“] Norræna skólahlaupið átti að fara fram í dag en sökum gosmengunnar var ákveðið að fresta því. Beðið verður betra færis að spretta úr spori. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á …
Rafræna námið okkar hefur fangað athygli fjölmiðla. Fjallað hefur verið um það í staðarblöðum og eins höfum við komist í landsfjölmiðla. Hér eru tenglar á umfjöllunina um starfið okkar. Umfjöllun á Sunnlenska.is. Umfjöllun í útvarpsfréttum Bylgjunnar.
Föstudaginn 3. október verður haustþing Kennarafélags Suðurlands haldið á Hellu. Af þeim sökum fellur kennsla niður þann dag.