Fræðsla fyrir forráðamenn 5. árgangs
Fræðsla fyrir forráðamenn 5. árgangs Read More »
Síðast liðinn miðvikudag fór Skólahlaup ÍSÍ fram með pompi og prakt. Hlaupin var ákveðin leið og að lágmarki átti að hlaupa 2,5 km. Gleðin réð ríkjum og þeir voru ansi margir kílómetrarnir sem nemendur okkar lögðu að baki. Erum við stolt af þeirra dugnaði og elju. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Skólahlaup ÍSÍ verður næstkomandi miðvikudag 3.september. Hlaupaleið verður merkt og yngstu nemendur fá fylgd í hlaupinu. Nemendur hlaupa/ganga að lágmarki 2,5km en geta valið að hlaupa lengra. Nemendur þurfa að koma í viðeigandi fatnaði og góðum skóm til þess að hlaupa í. 1.-5.bekkur hlaupa af stað klukkan 10.00. 6.-10.bekkur hlaupa af stað klukkan 11.00.
Kæru foreldrar og forráðamenn. Kennsla fellur niður í Vallaskóla miðvikudaginn 27. ágúst frá kl. 13:00 vegna jarðarfarar. Frístund verður opin frá kl. 13:00. Starfsmenn Vallaskóla Dear parents and guardians, Classes will be cancelled at Vallaskóli on Wednesday, August 27th from 1:00 PM due to a funeral. The after-school program will be open from 1:00 PM.
Kennsla fellur niður Read More »
Mánudaginn 25. ágúst verður skólasetning í Vallaskóla. Árgangar mæti sem hér segir í íþróttasal skólans: 9:00 1. – 6. árgangur 10:00 7. – 10. árgangur Hlökkum til að sjá ykkur!
Skrifstofa skólans lokar 20. júní. Skrifstofa skólans opnar á ný 5. ágúst. Starfsfólk skólans óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars.
Útskrift 10. árgangs fór fram síðastliðinn föstudag. Prúðbúnir og spenntir nemendur mættu í skólann sinn í síðasta skipti með foreldrum sínum og ættingjum og tóku við vitnisburði sínum. Nokkrar tilfinningaþrungnar ræður voru haldnar við þetta tilefni og svo fengu gestir að hlýða á stórkostleg tónlistaratriði. Góður dagur í alla staði sem endaði á kökuhlaðborði. Við
Útskrift 10. árgangs Read More »
Hefð er fyrir vorhátíð síðasta kennsludag.Brallað hefur verið ýmislegt í dag. Unglingadeildin hélt Valló got a talent þar sem margt skemmtilegt var sýnt. Yngri stigin tvö voru stöðvaverkefnum bæði inni og út. Allir skemmtu sér vel og nutu samverunnar. Endað var á pylsuveislu og tólístarjammi.
Vorhátíð Vallaskóla Read More »