Sigurður Jesson

Áramótin í myndum

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að vinna með þau listaverk sem verða til um áramótin bæði á himni og jörðu. Hér gefur að líta nokkur af þeim myndverkum sem hafa orðið til við tengslum við það.

Litlu jólin

Kæru foreldrar og forráðmenn nemenda við Vallaskóla. Nú fer í hönd síðasta kennsluvika fyrir jólaleyfi í Vallaskóla. Aðventan er búin að vera dásamleg og jólaandinn svifið yfir vötnum. Við ljúkum síðasta kennsludegi fyrir jól föstudaginn 20. desember en þá fara litlu jólin fram á skertum degi. Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. …

Litlu jólin Read More »

Jólaskreytingar

Nemendur og starfsfólk hafa verið dugleg við að skreyta skólann okkar nú á aðventunni. Hér gefur að líta dæmi um það sem gleður augu okkar þessa dagana. Njótið vel.

Söngur á sal

Síðast liðinn föstudag sungu nemendur jólasöngva á sal skólans. Jólasveit skólans lék undir og leiddi sönginn. Sungu nemendur hástöfum með. Verulega skemmtilegt uppbrot rétt fyrir jólin.