Ráð undir rifi hverju
Þegar borðtennisnetið gefur sig eiga nemendur skólans ráð undir rifi hverju.
Ráð undir rifi hverju Read More »
Þegar borðtennisnetið gefur sig eiga nemendur skólans ráð undir rifi hverju.
Ráð undir rifi hverju Read More »
Aðalfundur Foreldrafélags Vallaskóla fór fram 18. september sl.. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Er hún núna skipuð eftirfarandi einstkalingum: Formaður Ragnheiður Kristinsdóttir Varaformaður Bjarnheiður Böðvarsdóttir Gjaldkeri Júlíana Gústafsdóttir Eriksson Ritari Margrét Elín Ólafsdóttir Meðstjórnandi Lilja Írena H. Guðnadóttir Meðstjórandi Signý Bergsdóttir Fundargerð fundarins á lesa með því að smella hér.
Foreldrafélag Vallaskóla Read More »
Matseðill októbermánaðar hefur verið opinberaður. Matseðillinn á PDF formati:
Matseðill októbermánaðar Read More »
Þessir nemendur voru að pússa hluti í smíði. Þeir gerðu sér lítið fyrir og settust í dyragættina og nutu blíðunnar á meðan.
Kæru forráðamenn nemenda Vallaskóla. Þriðjudaginn 23. september, er skertur dagur samkvæmt skóladagatali. Kennsla hættir kl. 10:30 og verða nemendur í 5.-10. árgangi sendir heim. Forráðamenn eru því beðnir um að gera ráðstafanir vegna þessa. Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur í 1.-4. árgangi frá kl. 10:30 þar til Frístund opnar kl. 13:00. Hádegisverður verður í boði fyrir
Skertur dagur í Vallaskóla þriðjudaginn 23. september Read More »
Ævar vísindamaður heimsótti miðstig og las upp úr glænýrri bók sem er að koma út í byrjun október og vann barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í fyrra. Bókin heitir Skólastjórinn og fjallar um 12 ára gamlan strák sem sækir um stöðu skólastjórans í skólanum sínum . Ævar fór á kostum og nutu nemendur upplesturs hans og spjalls við hann.
Ævar vísindamaður í heimsókn Read More »
Nokkrir foreldrar nemenda í 10. árgangi komu og kynntu störfin sín fyrir krökkunum. Er þessar kynningar hluti af námi sem kallað er Skólabragur. Það sem kynnt var í dag var m.a. að vera hárgreiðslumeistari, fjölskylduráðgjafi, framkvæmdastjóri, bólstrari og kvikmyndagerðamaður. Góður rómur var kveðinn af kynningunum og nemendur hlustuðu af athygli. Takk fyrir þið foreldrar sem
Foreldrar kynna störfin sín í 10. árgangi Read More »
Síðast liðinn miðvikudag fór Skólahlaup ÍSÍ fram með pompi og prakt. Hlaupin var ákveðin leið og að lágmarki átti að hlaupa 2,5 km. Gleðin réð ríkjum og þeir voru ansi margir kílómetrarnir sem nemendur okkar lögðu að baki. Erum við stolt af þeirra dugnaði og elju. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.