Jólasöngur í Vallaskóla
Hefð hefur skapast fyrir jólagangasöng á aðventu í Vallaskóla. Nemendur hafa sungið jólalögin á göngum og í sal skólans undir stjórn starfsmannahljómsveitar nú í desember. Þetta hefur skapað notalega stemningu í nemenda- og starfsmannahópnum og brotið skammdegið upp sem og stytt biðina eftir jólunum.
Jólasöngur í Vallaskóla Read More »
Gönguferð í Hellisskóg
Frostkaldan en bjartan morgun í vikunni örkuðu nemendur unglingadeildar sem leið lá í Hellisskóg. Þar áttu þeir ljúfa samveru með kennurunum sínum og gæddu sér heitu kakói og piparkökum. Kveiktur var varðeldur og slegið á létta strengi. Falleg stund með góðu fólki.
Gönguferð í Hellisskóg Read More »
Gjöf til bókasafnsins
Nú á dögunum styrkti foreldrafélagið bókasafnið í Vallaskóla til bókakaupa. Styrkupphæðin var 150 þúsund og hefur hluti upphæðarinnar þegar verið nýttur. Hér á myndinni má sjá Lindu bókavörð og nokkrar af bókunum sem keyptar voru. Nemendur og starfsfólk Vallaskóla þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf foreldrafélagsins. Fengið að láni af Facebook síðu Foreldrafélag Vallaskólska: https://www.facebook.com/groups/699765703432800/
Gjöf til bókasafnsins Read More »
Söngur á sal og Skjálftaatriðið
Í dag mættu allir nemendur skólans á sal. Þar sungu þeir jólasöngva í kór við undirleik skólahljómsveitar skólans. Að loknum söngnum sýndu nemendur okkar sem unnu Skjálftann fyrir skömmu atriðið sitt við mikinn fögnuð. Ekki dró úr fögnuðinum þegar sjálfur Páll Óskar tróð upp í lokin.
Söngur á sal og Skjálftaatriðið Read More »
Jólaskreytingar
Jólaskreytingar hafa verið að taka á sig mynd í skólanum okkar undanfarna daga. Má segja að það sé orðið jólalegt hjá okkur. Jólalögin hljóma um ganga, jólasokkar og jólapeystur hafa verið dregnar fram að ógleymdum jólahúfum. Nemendur geta verið stoltir af skreytingunum í ár.
Matseðill desember
Hér gefur að líta matseðil Vallaskóla mathússins í desember. Njótið vel. Hér er hægt að nálgast hann á PDF sniði Þægilegt til útprentunar ef vill: Hér tengill á matseðilssíðu Vallaskóla:
Matseðill desember Read More »
Vallaskóli sigurvegari Skjálftans
Lið Vallaskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði Skjálftann nú um helgina. Skjálftinn er hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi. Að þessu sinni fór hann fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og var umgjörðin hin besta. Við erum stolt af ungmennunum okkar og óskum þeim til hamingju.
Vallaskóli sigurvegari Skjálftans Read More »










