gummi

Skreytingadagur

Skólinn okkar var skreyttur á föstudaginn 27. nóvember. Krakkarnir voru duglegir og margar fallegar skreytingar litu dagsins ljós. Allir fengu súkkulaði og smákökur og að sjálfsögðu ómuðu jólalög um allt. Afar skemmtilegur dagur.

Skreytingadagur Read More »

Dagur íslenskrar tungu

Mánudaginn 16.nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Vallaskóla. Eldri borgarar komu í heimsókn og lásu fyrir nemendur 1. – 6. bekkjar. Síðan komu þau aftur til okkar dagana 17. – 18. nóv.og aðstoðuðu við lestrarátak skólans þar sem þau láta alla nemendur skólans lesa fyrir sig dagleg.

Dagur íslenskrar tungu Read More »

Annaskipti í nóvember

Fimmtudaginn 19. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Föstudaginn 20. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt er skv. viðtalsyfirliti umsjónarkennara. 

Annaskipti í nóvember Read More »