Þemadagar
Þemadagar hjá 1.-6. bekk voru haldnir 10. og 11. maí. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá Þemadögunum.
Þemadagar hjá 1.-6. bekk voru haldnir 10. og 11. maí. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá Þemadögunum.
Maritafræðsla verður miðvikudaginn 11. maí frá kl. 19.30-21.00, haldin í Sunnulækjarskóla. Maritafræðslan eykur þekkingu okkar á skaðsemi fíkniefna. Afar mikilvægt er að forráðamenn fjölmenni á fundinn og sýni samtakamátt.
Pangea er þekkt stærðfræðikeppni sem haldin er í 20 Evrópskum löndum og nú, í fyrsta sinn, á Íslandi. Pangea keppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar og hún miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafi stærðfræðikunnáttu.
Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk fyrir stuttu og fræddi þau um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin vegferð, gera góðverk, koma fallega fram við aðra, hrósa, leggja sig fram alla daga, setja sér markmið og margt fleira.
Kæru foreldrar og skólafólk. Við vekjum athygli á því að aðalfundur Heimilis og skóla verður haldinn mánudaginn 11. apríl nk. kl. 17 í fundarsal SAMFOK, 4. Hæð Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík.
Við viljum minna á að lokað verður fyrir forinnritun í framhaldsskólana næstkomandi sunnudag 10.04. Við hvetjum alla, sem enn eiga eftir að skrá sig, til að drífa í því.
Samborg í samvinnu við fræðslusvið Árborgar verður með fyrirlestur þriðjudaginn 5. apríl kl 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð …
Spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, hefur verið í fullum gangi nú í marsmánuði. Undankeppnum er lokið og stefnir í spennandi lokarimmu á milli 10. LV og 9. BA föstudaginn 18. mars kl. 11.10 í Austurrými Vallaskóla. Hanna Lára Gunnarsdóttir er sem fyrr höfundur spurninga en spyrill skólaárið 2015-2016 er Gísli Felix Bjarnason kennari.