Á meðan kennarar tóku þátt í haustþingi á Flúðum þá tók Bjarni Bjarnason hjá ART-teyminu á Suðurlandi á móti öllum stuðningsfulltrúum grunnskóla Árborgar.
Boðið var upp á skemmtilegt námskeið í ART í Vallaskóla þar sem áherslan var að kynna uppeldisstefnuna fyrir stuðningsfulltrúunum en ekki síst að leggja áherslu á hlutverk leiksins í viðveru barnanna, þá t.d. í frímínútum en stuðningsfulltrúar eru auðvitað mikið með börnunum við þær aðstæður. Á námskeiðinu var því farið í ýmsa leiki en einnig talaði Þorvaldur Gunnarsson deildarstjóri eldri deildar Vallaskóla um áherslur Vallaskóla og þær uppeldisstefnur sem skólinn hefur innleitt, þ.á.m. ART, Olweus og Uppeldisstefnu Vallaskóla.