Árshátíð unglingastigs var haldin fimmtudaginn 11. apríl en þetta var í fyrsta sinn sem haldin var sameiginleg árshátíð grunnskólanna í Árborg.
Fyrirkomulagið var þannig að nemendur 10. árgangs gátu keypt sér miða á hátíðarkvöldverð í sínum skóla og síðan var sameiginlegt ball fyrir alla nemendur í 8. – 10. árgöngum Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla. Tónlistarval skólanna, Herra Hnetusmjör og Stuðlabandið sáu um stuðið en dansað var til hálf tólf.
Mikil stemmning var og allir sammála um það að þessi fyrsta sameiginlega árshátíð skólanna hafi heppnast vel. Nemendur voru til fyrirmyndar og nemendaráð skólanna eiga stórt hrós skilið fyrir skipulagningu og utanumhald.
Nemendaráð skólanna vilja þakka bæjarstjórn Árborgar og Ungmennaráði kærlega fyrir að styðja og styrkja þetta framtak.
Vallaskóli 2024 (HK)