Í ár var árshátíðin á unglingastigi, Galaballið, haldið í íþróttahúsinu í Vallaskóla 29. nóvember sl. Nemendaráð Vallaskóla sá um undirbúning og skipulagningu og fékk aðstoð samnemenda sinna við það. Nemendur í 10. bekk borðuðu saman og Hjördís eldaði matinn, sem var mjög girnilegur, og 10. bekkinga-hljómsveitin Smile skemmti með tilþrifum. Eftir það komu 8. og 9. bekkingar á ballið og eftir úrfærslu kennara á Gangnam-style spilaði hljómsveitin Stuðlabandið til miðnættis. Það var mikið fjör og mikið gaman. Sjoppa var í anddyrinu ásamt ljósmyndara þannig að allir gátu tekið mynd af sér með vinum sínum. Þessar myndir eru nú komnar á facebook.
Nemendur voru mjög ánægðir með að hafa ballið í skólanum, fannst það takast vel og vera mikið stuð. Allt gekk vel og fengu nemendur mikið hrós fyrir framkomu sína og hegðun á ballinu. Það er skemmtilegt að eiga kvöldstund saman þar sem allir mæta með bros á vör og jákvæðnina í jakkavasanum.
Hér fylgja með nokkrar myndir af stuði kvöldsins.