Skólastarfið á morgun 18. nóvember

Vallaskóla 17. nóvember 2020

Kæru foreldrar.
Eins og ykkur er kunnugt stendur til að breyta reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem útgefin var 13. nóvember síðastliðinn. Sú reglugerð er í gildi frá og með 18. nóvember til og með 1. desember 2020 (sjá stjórnartíðindi https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=08c1391c-6b07-483e-9084-f37848110455 ).
 
Hins vegar virðist hafa komið upp misskilningur á milli sóttvarnalæknis og ráðuneytis um ýmis útfærsluatriði reglugerðarinnar eins og t.d. grímuskyldu í 5.-7. bekk, fjarlægðartakmarkanir og fleira. Kallar það á breytingar á reglugerðinni sbr. minnisblað sóttvarnalæknis 16.11.2020, ,,Viðbót við minnisblað 11. nóvember“ (sjá https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/vi%c3%b0b%c3%b3t%20vi%c3%b0%20minnisbla%c3%b0%20a%c3%b0ger%c3%b0ir%20innanlands%2018112020-2.pdf ). Einhver töf verður því á lokaútgáfu reglugerðarinnar en hún tekur engu að síður gildi á morgun 18. nóvember eins og hún var gefin út upphaflega.

Í ljósi alls þessa munum við fara eftir reglugerðinni eins og hún er gefin út 13. nóvember þar til við höfum fengið reglugerðina með staðfestum breytingum.

Sem sagt, á morgun gerum við ráð fyrir að halda okkur við sama skipulag á skólastarfinu og verið hefur þar eð ný reglugerð gerir ekki ráð fyrir öðru. Grímuskyldan gildir ennþá, fjarlægðartakmarkanir, hópastærðir og allt það sem við gengum út frá fram til dagsins í dag, 17. nóvember.

Okkur þykir leitt að svona sé í pottinn búið en auðvitað geta mistök átt sér stað. Á tímum sem þessum reynum við til hins ítrasta að sýna því skilning. Við munum senda ykkur breyttar forsendur á skólastarfinu um leið og búið er að staðfesta breytingar á gildandi reglugerð.

Kær kveðja.
Skólastjórnendur Vallaskóla.