Þann 30. september síðastliðinn fóru fram úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni. Að þessu sinni voru það 101 nemandi sem komst í úrslit af 3712 nemendum sem kepptu. Við erum glöð að segja frá því að tveir nemendur úr Vallskóla komust í úrslit. Það voru þau Álfrún Diljá Kristínardóttir og Davíð Fannar Guðmundsson.
Frábær árangur hjá þessu efnilega unga fólki og óskum við þeim innilega til hamingju!

