Þriðjudaginn 25. maí fór 7.bekkur ásamt kennurum og starfsfólki í sína árlegu vorferð og þetta vorið var farið austur á Sólheimasand.
Byrjað var á því að stoppa á Sólheimum þar sem leiðsögumenn hjá „Iceland Rovers“ tóku á móti þeim og síðan var gengið niður Sólheimasand og að „Justin Bieber flugvélaflakinu“ fræga. Þar voru borðaðar grillaðar pylsur og síðan farið til baka upp að Sólheimum á fjallatrukkum.
Þetta var afar vel heppnuð ferð með flottu fólki, allir skemmtu sér vel og veðrið lék við ferðafólk.