Vordagur og skólaslit

Kæru fjölskyldur nemenda VallaskólaSenn líður að lokum skólaársins 2021-2022Vordagur og skólaslit framundanMiðvikudaginn 8. júní verður hefðbundinn vordagur. Farið verður í leiki, pylsur grillaðar og snæddar. Skóla lýkur upp úr hádegi þennan dag. Foreldrum er velkomið að líta við ef þeir eiga heimangengt.Fimmtudaginn 9. júní verður skólanum slitið með eftirfarandi hætti:.    Kl. 10.00 1.-4. bekkur – Dagskrá í íþróttasalnum. Nemendur mæta beint inn í sal. Ávarp skólastjóra og tónlistaratriði.Nemendur fylgja svo umsjónarkennurum og stuðningsfulltrúum sínum í heimastofur til að fá vitnisburðarblöð afhent. Foreldrar eru velkomnir.   Kl: 11.00 5.-9. bekkur – Dagskrá í íþróttasalnum. Nemendur mæta fyrst beint inn í sal. Ávarp skólastjóra og tónlistaratriði. Nemendur fylgja svo umsjónarkennurum og stuðningsfulltrúum sínum í heimastofur til að fá vitnisburðarblöð afhent. Foreldrar eru velkomnir..    Útskrift í 10. bekko 12.00 generalprufa með nemendum í íþróttasal. Tekur um það bil 1 klukkustund.Mikilvægt að allir útskriftarnemendur mæti.o 18.00 útskrift í íþróttasal með dagskrá og kaffi í boði foreldra.Skrifstofa skólans lokar frá og með 16. júní fyrir sumarleyfi og opnar aftur fimmtudaginn 4. ágúst.Að lokum viljum við koma á framfæri kærum þökkum fyrir samstarfið á liðnu skólaári. Vonum við að þið eigið ánægjulegt og gleðiríkt sumar. Sýnið aðgát í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur.Sjáumst í ágúst.Með kærri kveðju.Starfsfólk Vallaskóla.