Vöffluboð

NEVA (nemendafélag Vallaskóla) bauð nemendum og starfsfólki í Sandvík upp á vöfflur í morgun.
Eins og sést á myndunum þá kunnu nemendur vel að meta þennan glaðning – svona rétt fyrir páskafrí. Það voru þær Daldís Perla, Ragnheiður og Andrea Vigdís sem sáu um vöffluboðið, ásamt Gunnhildi Pálmarsdóttur kennara og umsjónarmanni félagslífs.