Núna næstu þrjá dagana, 9.-11. apríl, verða þemadagar haldnir í Vallaskóla. Þá ætla nemendur og starfsfólk skólans að brjóta upp hefðbundið skólastarf og vinna þemavinnu þvert á árganga skólans.
Þemað í ár kallast Vísindadagar Vallaskóla.
Dagskrá:
Hver skóladagur hefst kl. 8:10 en lýkur á hádegi. Yngsta stig fer í hádegismat kl. 11:30, miðstig kl. 11:45 og unglingastig kl. 12:00.
Nemendur mið – og unglingastigs fara heim að hádegisverði loknum.
Þeir nemendur yngsta stigs sem fara á Frístund verða í gæslu til kl. 13:00. Foreldrar nemenda 1. – 4. árganga sem ætla að sækja sín börn eða vilja að þau fari heim fyrir kl. 13:00 þurfa að láta umjónarkennara sinna barna vita af því.
Á lokadegi þemadaga, föstudaginn 11. apríl, er foreldrum og forráðamönnum boðið á sýningu þar sem nemendur kynna vinnu sína. Opið hús verður á milli klukkan 10:00 og 11:45.
Mikilvægt! Allir nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri þar sem hluti af starfinu mun fara fram utandyra.
Að þemadögum loknum hefst páskaleyfi. Kennsla hefst að því loknu samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.