Virkir foreldrar skipta máli.

Þegar skólarnir byrja að hausti er gott fyrir foreldra að fara að huga að tenglastarfi og félagsstarfi barnanna.

Þó að tímarnir séu skrítnir þessa dagana má ekki gleyma að huga að krökkunum sem finna vel fyrir ástandinu. 

Tenglastarf er mjög mikilvægt og um leið skemmtilegt og gefandi starf sem með góðri samvinnu verður lítið mál.  

Við viljum biðja foreldra um að taka beiðni kennara um tengla með opnum huga og hvetjum við sem flesta til að taka þátt.

Gott tenglastarf skilar sér yfirleitt í betri bekkjarbrag, sterkari samböndum á meðal bekkjarfélaga og árgangafélaga og jákvæðara viðhorfi til skólalífsins.

Á heimasíðu Samfok, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík eru góðar upplýsingar fyrir alla foreldra. Endilega skoðið hlekk um virkni foreldra hér.

Facebook síða þeirra :Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli hefur að geyma margar flottar upplýsingar sem gaman er fyrir áhugasama að skoða.

Á heimasíðu Heimila og skóla eru einnig góðar upplýsingar um foreldrastarf

fengið af www.heimiliogskoli.is