Vinagull

Fyrir skemmstu fórum við í 2. og 6. bekk í Gullin í grenndinni ferðina okkar sem gekk mjög vel og var alveg stór skemmtileg. Við lögðum af stað í myrkri kl. 8:10 og komum heim í björtu rétt fyrir kl. 10:00 í frábæru veðri. Krakkarnir í 2. og 6. bekk voru mjög glöð að hittast og voru fljót að finna sér félaga til að ganga með í skóginn. Á leiðinni stoppuðum við á tjörninni sem var öll ísilögð og skautuðum þar í smá stund. Þegar við komum í skóginn hjálpuðust allir við að hengja upp fóðurkúlurnar, sem við bjuggum til fyrir fuglana, á við upp og dreif í tén. Gaman að fylgjast með þegar þau eldri lyftu þeim yngri til að geta sett kúlurnar hærra upp í trén. Svo vorum við með smá brauð sem þau dreifðu á jörðina fyrir fuglana.

 

Þegar verkefni dagsins var lokið var leikurinn allsráðandi; sumir voru í skóginum að leika og hlaupa, aðrir fóru í feluleik í skóginum og sumir renndu sér á svellinu, allir skemmtu sér vel. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim og sjá hvað það hafa myndast góð tengsl milli krakkanna í 2. og 6. bekk. Þau eru öll alveg frábær.

 

Ljósmynd: Vallaskóli 2014.