Í dag komu nemendur úr Víkurskóla við í Vallaskóla á leið sinni til Reykjavíkur.
Voru þau á leið í skemmtiferð í boði Rauða krossins en eins og flestir vita hefur mikið álag verið á þessum nemendum og öðrum vegna öskufalls og gossins í Eyjafjallajökli. Nemendur úr 2. bekk og 8. bekk Vallaskóla tóku á móti þeim með hvatningarspjöldum og óskuðu þeim áframhaldandi góðrar ferðar.