Viðurkenning og styrkur til Vallaskóla

Á dögunum fékk Vallaskóli viðurkenningu og styrk að upphæð 350.000kr frá Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi.

Verðlaunin voru veitt fyrir nýstárlegt framtak á sviði mennta- og samfélagsverkefna.

Vallaskóli er að innleiða smiðjuvinnu á elsta stigi með þverfaglegu námi og teymiskennslu kennara. Bókleg fög verða kennd saman á elsta stigi.

Rannsóknir sýna að þverfagleg teymiskennsla skilar sér í samhentu starfsfólki, betra námsumhverfi og öflugri skólaþróun.

 

Vallaskóli 2018 (Rótarýklúbbur Selfoss)