Foreldrum í Vallaskóla er boðið að sækja málþing í Neskirkju og Hagaskóla föstudaginn 22. nóvember klukkan 9 – 16.
Olweusaráætlunin gegn einelti
„Við höfum gengið til góðs“
Opið málþing í Neskirkju og Hagaskóla 22. nóvember kl. 9-16
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 18. nóvember.
Olweusaráætlunin fagnar áratug á Íslandi. Við viljum líta yfir farinn veg og miðla af reynslu. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á velferð. Verið öll velkomin.
Við opnum klukkan 8.20 með kaffi og spjalli.
Meðal erinda í sal klukkan 9-12:
„Við höfum gengið til góðs.“ Olweusaráætlunin í áratug.
Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi og
Reidar Thyholdt, framkvæmdastjóri Olweus International.
„Ég held að lífið væri auðveldara ef maður væri strákur.“
Erfið samskipti og einelti stúlkna
Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og
Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi.
Unnið verður í málstofum eftir hádegi þar sem til umræðu verða efni tengd erindum sem flutt voru fyrir hádegi auk nýrra viðfangsefna.
Gert ráð fyrir a.m.k. tveimur lotum eftir hádegi.
Í málstofum eftir hádegi, m. a.:
1) Hvað má læra af Olweusarverkefninu?
2) Erfið samskipti og einelti stúlkna: hvað er hægt að gera?
3) Rétt vinnubrögð í eineltismálum.
4) Olweus í leikskóla, framhaldsskóla og fyrirtæki.
5) Olweus og vinaliða- og vinaverkefni í Skagafirði.
6) Hvernig tökum við á móti nemendum á unglingastigi og í hvaða hlutverki eru foreldrarnir – vesturbær Reykjavíkur
7) Sáttmáli gegn einelti (í Vestmannaeyjum).
8) „Virkni og þátttaka“
Niðurstöður eineltiskönnunar: kallað eftir tillögum nemenda til úrbóta (í Þelamerkurskóla).
9) „Olweus undir Jökli“
Foreldrastarf frá hausti og þemavikur gegn einelti – í Grunnskóla Snæfellsbæjar
Endanleg dagskrá verður auglýst og send út.
Skráning fer fram á netfangið: torlakur@hi.is
Þátttökugjald er kr. 6000 á þátttakanda utan „Olweusarskóla.“ 3000 kr. á þátttakanda í Olweusarskóla. Veitingar eru innifaldar í verði.
Þátttökugjald greiðist á reikning Olweusaráætlunarinnar: 0325-26-002080, merkt: Málþing 2013. Kennitala: 550903-2880.