Vettvangsferð 10. bekkjar

10. bekkur fór ásamt fríðu föruneyti í heimsókn til Reykjavíkur á dögunum.

Stefnan var sett á Alþingi Íslendinga og Tækniskólann.
Tíminn milli heimsókna fór í að skoða endurnar og svanina við Reykjavíkurtjörn, Ráðhúsið og miðbæinn.
Í þinginu fengum við túr um húsið og sögu þess. Því miður var ekki þingfundur en krakkarnir rákust á þingmenn á stangli um húsið.
Mjög skemmtileg og fræðandi heimsókn sem skilur mikið eftir sig.
Svo var hlaupið upp á Skólavörðuholtið og í Tækniskólann, þar tóku á móti okkur Daniela og Lilja sem leiddu okkur um skólahúsnæðið og sögðu frá starfinu.
Áhugaverð heimsókn og  margar pælingar eftir heimsóknina. kynningarnar voru eins og klæðskerasniðnar að nemendum og nauðsynlegt fyrir þau að sjá hvað er margt spennandi í boði.
Nemendurnir voru sjálfum sér, skólanum og samfélaginu öllu til sóma.
Vallaskóli 2023 (HK)
Vallaskóli 2023 (HK)
Vallaskóli 2023 (HK)
Vallaskóli 2023 (HK)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)
Vallaskóli 2023 (MIM)