Í fimmtudagstíma í stærðfræði þá er 6. bekkur með „öðruvísi“ stærðfræði.
Einn hópurinn er að gera verkefni með dagblöð. Markmið verkefnisins er að byggja turn úr dagblöðum og málingarteipi. Efst á turninn á svo að setja fótbolta og verður turninn að halda boltanum í 10 sekúndur án þess að nokkur styðji við hann. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel í þessum tímum og það eru nokkrir mjög efnilegir verkfræðingar í 6. bekk eins og sést á myndum.
Hildur Bjargmundsdóttir, stærðfræðikennari.





