Á unglingastigi hafa þemadagarnir Vallaland verið haldnir undanfarna daga. Á meðal atriða á þemadögum var hæfileikakeppnin Vallavision. Þar komu fram nemendur úr 7. -10. árgangi og létu ljós sitt skína með fjölbreyttum atriðum.
Það er óhætt að segja að hér innan veggja skólans er svo sannarlega mikið af hæfileikaríku fólki og verður skemmtilegt að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Dómnefndin sinnti ekki auðveldu hlutverki en að þessu sinni voru það þau Viktor Sigurðarson og Hafdís Rún Sveinsdóttir sem áttu vinningsatriðið í ár.
Í öðru sæti var Hildur Kristín Hermannsdóttir og í því þriðja sæti voru það Björgvin og félagar úr Sirkuslandi.
Frábær skemmtun hjá frábærum skemmtikröftum