Vallaskóli sigurvegari Skjálftans

Lið Vallaskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði Skjálftann nú um helgina. Skjálftinn er hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi. Að þessu sinni fór hann fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og var umgjörðin hin besta. Við erum stolt af ungmennunum okkar og óskum þeim til hamingju.