Vallaskóli og Skólahreysti – flottur árangur í úrslitakeppninni

Lið Vallaskóla í Skólahreysti náði mjög góðum árangri í lokakeppni Skólahreysti en tólf bestu skólar landsins í Skólahreysti ársins 2014 mættust í úrslitum í kvöld, 16. maí. Vallaskóli hafnaði í 5. sæti með 44 stig samanlagt.

Eins og segir í frétt af skolahreysti.is þá hefur keppnin sjaldan verið eins jöfn og hörð og ljóst er að mikil áhersla hefur verið lögð á æfingar í skólunum. Heiðarskóli úr Reykjanesbæ bar sigur úr býtum eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll. Holtaskóli í Reykjanesbæ lenti í öðru sæti og Seljaskóli í Reykjavík í því þriðja. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Landsbankinn veitti nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun og keppendur sigurliðsins fengu einnig vegleg verðlaun.

Skólar, utan Heiðarskóla, Holtaskóla og Seljaskóla, sem tóku þátt í úrslitum voru: Fellaskóli í Fellabæ, Grundaskóli, Grunnskólinn á Þingeyri, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Síðuskóli, Valhúsaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli.

Lið Vallaskóla náði bestum árangri í hraðaþrautinni og bætti sig verulega frá síðustu keppni (frá því í síðustu undanúrslitum). Hægt er að skoða úrslit á skolahreysti.is undir ,,úrslit móta“ en einnig á Facebooksíðu keppninnar undir ,,úrslit móta“. 

Við þökkum stuðningsliði Vallaskóla fyrir góðan stuðning en um 50 krakkar mættu í skipulagða hópferð. Gott stuðningslið er gulls í gildi og skiptir verulegu máli í því að ná árangri. Við tölum jú um samstarf keppnis- og stuðningsliðs.

Horfa á úrslitakeppnina á Rúv: http://www.ruv.is/sarpurinn/skolahreysti/16052014-0  

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Skolahreysti-ridill4-2014-lidsmyndir-Vallaskoli-019
Ljósmynd: Af www.landsbankinn.is 2014. Lið Vallaskóla í Skólahreysti skólaárið 2013-2014.

Lið Vallaskóla, nemendur og kennarar á ljósmynd (frá vinstri): Gylfi Birgir Sigurjónsson (kennari), Konráð Oddgeir Jóhannsson, Teitur Örn Einarsson, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Eydís Birgisdóttir, Þórunn Ösp Jónasdóttir og Guðmundur Garðar Sigfússon (kennari).

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]